2025-12-06T00:00:00+00:00
Hleð Viðburðir

Á góðri stund með Bizet og vinum:

Í tilefni af því að nú líður senn að frumsýningu á óperunni Carmen eftir Bizet ætlar Elsa Waage söngkona að fá til sín góða gesti í Hljóðberg. Þau munu ræða um Bizet og tíðarandann sem óperan Carmen spratt upp úr. Meðal gesta verður leikstjórinn Jamie Hayes, sem stjórnar uppfærslu Íslensku Óperunnar á Carmen. Elsa mun syngja aríur úr Carmen ásamt ungum og upprennandi söngvurum og einnig verða flutt tóndæmi af diskum.Kaffi og meðlæti innifalið í verði, kr.3000. Miðapantanir á: http://midi.is/leikhus/1/7891
Borðstofan verður opin og býður uppá kvöldverð á undan. Borðapantanir í síma 511-1904

 

Upplýsingar

Staðsetning

Go to Top