A Journey through the History of Icelandic Traditional and Classical Music
08/07/2015 @ 11:00
| ISK2000A journey through the history of Icelandic traditional and classical music, guided by pianist Júlíana Rún Indriðadóttir and her guest musicians. Offered in English at 11 am. Also offered in German at 1 pm.
Guest musician: Halldóra Eyjólfsdóttir, mezzo soprano
For tickets: call (354) 511-1904 www.midi.is www.hannesarholt.is
Hannesarholt Restaurant is open from 8 am – 5 pm.
Júlíana Rún Indriðadóttir lauk burtfararprófi frá Tónskóla Sigursveins árið 1989 þar sem aðalkennari hennar var Brynja Guttormsdóttir. Hún stundaði síðan píanónám hjá Georg Sava í Berlín og Jeremy Denk og Edward Auer við Indiana University Bloomington þaðan sem hún lauk meistaragráðu í píanóleik árið 1998. Júlíana hlaut TónVakaverðlaun ríkisútvarpsins árið 1995. Júlíana hefur komið fram á sem einleikari, meðleikari og kórstjóri á Íslandi og í Berlín, þar sem hún m.a. skipulagði tónleika með verkum Jón Leifs. Júlíana hefur starfað sem tónlistarkennari og meðleikari við Tónskóla Sigursveins frá árinu 1998.
Halldóra Eyjólfsdóttir stundaði söngnám hjá John Speight í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og lauk þaðan framhaldsprófi vorið 2014. Hún hefur einnig verið virk í kórastarfi. Var félagi í Kór Langholtskirkju 1993-2007 en syngur nú með Kammerkór Langholtskirkju og í Söngfélaginu Góðum grönnum. Hún hefur einnig sótt tíma hjá Jóni Þorsteinssyni og notið leiðsagnar Mörtu Halldórsdóttur, Ingveldar ýrar Jónsdóttur og Sólrúnar Bragadóttur.
Hún lauk BS próf í sjúkraþjálfun 1993, MS prófi 2008 og fékk sérfræðileyfi í meðgöngu- og fæðingarsjúkraþjálfun 2011. Hún starfar nú á Landspítala í klíník og við fræðistörf.