Hleð Viðburðir

A journey through the history of Icelandic traditional and classical music, guided by pianist Júlíana Rún Indriðadóttir and her guest musicians. Offered in English at 11 am. Also offered in German at 1 pm.

Guest musician: Gerður Bolladóttir, soprano

For tickets: call (354) 511-1904 www.midi.is www.hannesarholt.is

Hannesarholt Restaurant is open from 8 pm – 5 pm.

Júlíana lauk burtfararprófi frá Tónskóla Sigursveins árið 1989 þar sem aðalkennari hennar var Brynja Guttormsdóttir. Hún stundaði síðan píanónám hjá Georg Sava í Berlín og Jeremy Denk og Edward Auer við Indiana University Bloomington þaðan sem hún lauk meistaragráðu í píanóleik árið 1998. Júlíana hlaut TónVakaverðlaun ríkisútvarpsins árið 1995. Júlíana hefur komið fram á sem einleikari, meðleikari og kórstjóri á Íslandi og í Berlín, þar sem hún m.a. skipulagði tónleika með verkum Jón Leifs. Júlíana hefur starfað sem tónlistarkennari og meðleikari við Tónskóla Sigursveins frá árinu 1998.

Gerður hóf formlegt söngnám 18 ára gömul við Tónlistarskólann á Akureyri, og síðan við Söngskólann og loks við Tónlistarskólann í Reykjavík. Árið 1995 lauk hún síðan burtfararprófi undir handleiðslu Sigurðar Demetz Fransonar. Næstu fimm ár stundaði Gerður framhaldsnám í söng í Bandaríkjunum við Indiana University School of Music, Bloomington, þar sem helstu kennarar hennar voru Martína Arroyo og Klara Barlow. Gerður hefur frá útskrift einkum einbeitt sér að ljóðasöng og kirkjutónlist og hefur haldið tónleika bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur gefið út tvo geisladiska; Jón Arason In Memoriam sem kom út árið 2004 og síðan Fagurt er í Fjörðum árið 2006.

Gerður er virkur þáttakandi í kammertónlist á Íslandi og er stofnandi og söngkona í þremur tríóum, tríó Ljómur,trio aftanblik og trio Kalinka.

Upplýsingar

Dagsetn:
24/07/2015
Tími:
11:00
Verð:
ISK2000
Viðburður Category:
Tök Viðburður:
,
Vefsíða:
http://midi.is/tonleikar/1/9069/Juliana_Run_Indridadottir

Staðsetning

Hannesarholt
Grundarstígur 10
Reykjavík ,
+ Google Map