Hleð Viðburðir

Að fjallabaki nefnist málverkasýning Sigrúnar Harðar sem opnar í Hannesarholti laugardaginn 3.júní kl.14. Sýningin er sölusýning og stendur til og með 17.júní.

Sigrún útkskrifaðist úr grafíkdeild Myndlista-og handíðaskóla Íslands 1982, stundaði framhdlsnám í myndlist við Rijksakademie van Beeldende Kunsten í Amsterdam 1982-1986 og útskrifaðist með MA í margmiðlunarhönnun með áherslu á gagnvirkar innsetningar frá UQAM háskólanum í Montreal í Kanada 2005.

Sigrún vinnur í mismunandi miðla, en hér kynnir hún málverk á striga frá síðustu árum. Verk þessi eru innblásin af íslenskri náttúru, skófum, mosa, berjalyngi, haustlaufi ofl.

Sýningin er opin á opnunartíma Hannesarholts 11.30-16.00 alla daga nema sunnudaga og mánudaga. Undantekning er síðasti sýningardagur, 17.júní, þá er Hannesarholt opið frá 13.00-16.00.

Upplýsingar

Dagsetn:
03/06/2023
Tími:
14:00 - 17:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Hannesarholt
Grundarstígur 10
Reykjavík ,
+ Google Map