Hleð Viðburðir

Félag áhugamanna um heimspeki stendur fyrir umræðukvöldi í Hannesarholti fimmtudagskvöldið 2.maí. Efni fundarins er spurningin: Er maðurinn orðinn vandræðagripur í íslenskri tungu? Maður getur ýmist verið karl, kona eða kynsegin en tímarnir breytast og mennirnir með – eða hvað?

Félaginu barst áskorun um að breyta nafni þess úr Félagi áhugamanna um heimspeki í Félag áhugafólks um heimspeki – á þeim forsendum að hugtakið menn feli ekki í sér konur.

Um þetta átti að kjósa á aðalfundi félagsins sem reyndist þó ógerningur þar sem verulega ólík sjónarmið og sterkur ágreiningur stóðu í vegi fyrir sátt.

Stjórnin hyggst því skerpa á málinu með því að efna til pallborðsumræðna og ber væntingar til þess að kjarngóð heimspekiumræða geti þokað málinu til lykta.

Við pallborðið munu sitja:

* Arngrímur Vídalín, doktor í íslenskum bókmenntum fyrri alda og kennari við Háskólabrú Keilis
* Auður Jónsdóttir, rithöfundur og sjálfstætt starfandi blaðamaður
* Guðmundur Andri Thorsson, íslenskufræðingur, rithöfundur og alþingismaður
* Nanna Hlín Halldórsdóttir, doktor í heimspeki og kennari við H.Í. og L.H.Í.

– Fundarstjóri verður Valur Brynjar Antonsson, heimspekingur

Stjórnin hvetur alla þá sem áhuga hafa á hugtakaheimi íslenskrar tungu til að mæta í Hannesarholt, fimmtudaginn 2. maí, klukkan 20:00 og leggja sitt á vogarskálarnar.

Kær kveðja,

Félag áhugamanna um heimspeki

Elsa Björg Magnúsdóttir – formaður
Unnur Hjaltadóttir – ritari
Hólmfríður Þórisdóttir – gjaldkeri
Tómas Ævar Ólafsson – varaformaður
Valur Antonsson – meðstjórnandi

Upplýsingar

Dagsetn:
02/05/2019
Tími:
20:00 - 22:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Grundarstígur 10
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904