Hleð Viðburðir

Tríó Sírajón var stofnað á vordögum árið 2010 og hefur haldið fjölmarga tónleika víðsvegar um landið sem og erlendis. Tríóið efnir gjarnan til samstarfs með öðru tónlistarfólki og hefur pantað verk frá íslenskum tónskáldum og frumflutt.

Nafn tríósins vekur jafnan forvitni en það er sótt til ættföður Reykjahlíðarættarinnar í Mývatnssveit, Síra Jóns Þorsteinssonar, sem er forfaðir hljóðfæraleikaranna þriggja.

Sónata KV 301 í G-dúr fyrir píanó og fiðlu
1. Allegro con spirito
2. Allegro

Fantasia í d-moll KV 397 fyrir píanó

Adagio KV 580 í F-dúr fyrir klarínett og píanó

Sónata KV 306 í D-dúr fyrir píanó og fiðlu
1. Allegro con spirito
2. Andantino cantabile
3. Allegretto

Tríó Sírajón:

Laufey Sigurðardóttir, fiðla

Einar Jóhannesson, klarínett

Anna Áslaug Ragnarsdóttir, píanó

Laufey Sigurðardóttir hefur verið fastráðinn fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands um árabil. Hún hefur jafnframt oft komið fram sem einleikari og verið ötul við flutning kammertónlistar á Íslandi og á meginlandi Evrópu sem og vestan hafs. Laufey er listrænn stjórnandi tónlistarviðburðanna “Músík í Mývatnssveit“ og “Afmælisdagur Mozarts “ .

Einar Jóhannesson var leiðandi klarínettleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands um áratuga skeið. Hann hefur komið fram sem einleikari og meðleikari á fjölda tónleika innanlands sem utan. Hann er stofnfélagi Blásarakvintetts Reykjavíkur og er einn fimmmenninganna sem skipa miðaldasönghópinn Voces Thules.

Anna Áslaug Ragnarsdóttir er í fríðum hópi fjölmargra tónlistarmanna sem hóf tónlistarnám sitt á Ísafirði.  Hún hefur komið fram sem píanóleikari víða um Evrópu og Norður-Ameríku. Á Íslandi hefur hún oft leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands og haldið einleikstónleika, m. a. á vegum Myrkra Músíkdaga, Norrænna Músíkdaga, Tíbrár og tónlistarfélaganna í Reykjavík, Ísafirði og Akureyri.

Ókeypis aðgangur og opin öllum

Upplýsingar

Dagsetn:
27. janúar
Tími:
12:00 - 13:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Hannesarholt
Grundarstígur 10
Reykjavík ,
+ Google Map