Hleð Viðburðir

Kaffi og uppákoma í veitingastofunum í Hannesarholti.

Guðrún Ásmundsdóttir leikkona, rithöfundur og leikstjóri segir sögur frá Kvennréttinda baráttu Hannesar Hafstein og Ólafíu Jóhannsdóttur. Þessir merku Íslendingar eru bæði fædd á seinni hluta nítjándu aldar; hann skáld og ráðherra, hún þekktur mannvinur í Noregi og á Íslandi og einn af stofnendum Hins íslenska kvenfélags 1894 og Hvítabandsins 1895. Í sögunum fléttar Guðrún saman atburðum í lífi þeirra þar sem samúð með réttindaleysi kvenna var þeim hvati til átaka.
Með Guðrúnu sem sögumann munu fjöllistafólkið Ragnheiður Harpa Leifsdóttir og Birkir Brynjarsson leiklesa með henni og prýða söguna með tónum.

Undanfarin ár hefur Guðrún unnið mest við að safna saman og skrifa sögur úr fortíð Reykjavíkur sem hún kallar ‘Úr Fjársjóði Minningana’. Hún hefur flutt verk úr þeim söguflokki víða um landið. Úr geymslu þessa fjársjóðs verður dreginn fram hluti af lífi Hannesar og Ólafíu á sunnudaginn.

Kaffi og kaka innifalin í verði.

Skipuleggjandi

Hannesarholt

Staðsetning

Hannesarholt
Grundarstígur 10
Reykjavík ,
+ Google Map