Afríka, ást við aðra sýn
25/11/2014 @ 20:15 - 21:30
Stefán Jón Hafstein býður til kvöldvöku í Hannesarholti við Grundarstíg. Hann mun segja frá Afríku í tengslum við nýútkomna bók, Afríku – ást við aðra sýn, varpa upp ljósmyndum og myndböndum og segja frá áhugaverðu fólki, náttúruundrum og fleiru því sem kemur við sögu í bókinni. ,,Það hefur verið talsvert beðið um að ég komi á fundi hjá alls konar félögum og stofnunum og því ákvað ég í samvinnu við Hannesarholt að halda svona kvöldstund fyrir þá sem ekki eru hluti af þeim hring. Spjallið verður í klukkustund, ég bæti við alls konar lifandi myndum af vettvangi og bý þetta í rabbfundaform í anda kvöldvöku í baðstofustíl. Það kostar ekkert inn. Bókin fæst svo þarna á góðu verði fyrir þá sem vilja grípa eintak. Þetta er ekki flókið og allir velkomnir“ segir Stefán Jón.