Airwaves – Off Venue dagskrá
05/11/2016 @ 16:30
Frábær og fjölbreytt tónlistardagskrá Off-venue Iceland Airwaves í Hannesarholti. Söngleikjatónlist, klassík, þjóðlagatónlist, popp… aðgangur ókeypis!
16:30 Lára og Hjalti
Hjalti Jónsson og Lára Sóley Jóhannsdóttir hafa spilað og sungið saman í rúm tíu ár. Tónlistarbakgrunnur þeirra er ólíkur, Hjalti söng t.d. með þungarokkssveit en á og að baki klassískt söngnám. Lára er með einleikarapróf á fiðlu og samsláttur ólíkra heima er tilfinnanlegur í flutningi þeirra. Tónlistin er í grunninn melódísk, angurvær þjóðlagatónlist með klassískum blæ.
https://www.youtube.com/
17:10 Björt Venue
Björt Venue samanstendur af Jónínu Björt Gunnarsdóttur sem syngur, Ásbjörg Jónsdóttir á píanó og Þór Adam Rúnarsson á trommur/kassa. Að þessu sinni flytja þau sönleikjatónlist sem spannar vítt svið tónlistarstefna, allt frá klassík upp í rokk.
18:00 Rökkva
Rökkva er hljómsveit frá Selfossi og hefur verið að gera góða hluti undanfarið með upptökum, spilamennsku og kvikmyndagerð í samstarfi við ýmsa góða aðila. Rökkva var einnig að koma úr tónleikaferð frá Írlandi þar sem hljómsveitin fékk gríðarlega góðar viðtökur á listahátíðinni Five Glens Arts Festival.
Rökkva spilar létta og kósý tónlist með píanóspili, fiðlum og röddum.
www.rokkva.com
18:40 Blindur – frá Ítalíu
www.facebook.com/blindur
www.youtube.com/
19:30 Umbra
Umbra var stofnuð haustið 2014 og er skipaður fmm atvinnutónlistarkonum; Alexöndru Kjeld, sem leikur á kontrabassa og syngur, Arngerði Maríu Árnadóttur sem leikur á orgel, keltneska hörpu og syngur, Guðbjörgu Hlín Guðmundsdóttur sem spilar á fðlu og syngur, Kristínu Þóru Haraldsdóttur sem leikur á lágfðlu og syngur og Lilju Dögg Gunnarsdóttur sem er aðalsöngkona hópsins. Hópurinn hefur frá upphaf unnið að því að skapa öðruvísi stemningu á tónleikum, ná til nýrra áhorfenda, kanna ný rými og vinna markvisst með þann hljóðheim sem hlýst af
https://soundcloud.com/