Hleð Viðburðir

Frændsystkinin Anna Gréta Sigurðardóttir og Sölvi Kolbeinsson hafa þekkst alla ævi en byrjuðu fyrst að spila saman þegar bæði hófu nám í tónlistarskóla FÍH fyrir fimm árum. Síðan hafa þau spilað saman í mörgum ólíkum verkefnum en það er fyrst nú að þau spila dúó með áherslu er á samspil og spuna. Þau leika frumsamda tónlist og útsetningar sem þau hafa unnið að síðasta mánuð. Anna og Sölvi hafa bæði hlotið titilinn „bjartasta vonin“ á íslensku tónlistarverðlaunum, Anna árið 2015 og Sölvi 2016. Verkefni þeirra verður fulltrúi Íslands í hinni árlegu „nordic jazz comets“ sem haldið verður í Umeå í október.

Aðgangseyrir kr. 2000

Miðar seldir á midi.is

Upplýsingar

Dagsetn:
15/09/2016
Tími:
20:00
Verð:
kr.2000
Viðburður Category:
Vefsíða:
https://midi.is/atburdir/1/9762/Anna_og_Solvi

Staðsetning

Hjóðberg
Grundarstíg 10
Reykjavik, Reykjavík 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904
View Staðsetning Website