Hleð Viðburðir

Valgerður H. Bjarnadóttir fer hér í hlutverk Þórunnar hyrnu, landnámskonu í Eyjafirði, sem segir sögu sína og systur sinnar.

Sagan geymir nokkur minni um Auði, líf hennar, uppruna og dauða, en við vitum minna um systur hennar Þórunni. Þeir Íslendingar sem eiga rætur í þessu landi geta þó flestir ef ekki allir rakið ættir sínar til þeirra systra og víst er að þær hafa haft veruleg áhrif á mótun síns samfélags við landnám. Þetta voru sigldar konur, sem höfðu kynnst ólíkum trúarbrögðum og menningarsamfélögum og báru án efa mikilvæg gildi hingað til lands, gildi sem ekki er úr vegi að rifja upp.

Í þessari sögu nýtir Valgerður það sem skráð er um þær systur og þeirra samtíma í okkar fornu ritum, en einnig það sem varðveist hefur um konur og þeirra menningu í öðrum samfélögum og sem hugsanlega má yfirfæra á sögu þeirra systra.

Valgerður er félagsráðgjafi, með MA í femínískri trúarheimspeki og menningarsögu. Hún hefur haft brennandi áhuga á Auði frá barnsaldri, en Þórunn kom ekki af alvöru inn í líf hennar fyrr en hún tók að sér að vinna leikþátt um hana í Laxdalshúsi 2010. Þá vaknaði löngun til að kynnast henni betur og þau kynni eflast og dýpka með árunum.

Hér er Þórunn sett í forgrunn og fær það hlutverk að segja eigin sögu og flétta þar inn í sögu samferðafólks síns, þó sérstaklega Auðar. Leikþátturinn er rúmur hálftími, sem fylgt er eftir með umræðum.

Veitingastofur Hannesarholts bjóða upp á kvöldverð á sanngjörnu frá kl. 18:30.  Athugið að bóka þarf fyrirfram í síma 511 1904 eða á hannesarholt@hannesarholt.is

 

Upplýsingar

Dagsetn:
04/10/2016
Tími:
20:00
Verð:
kr.2000
Viðburður Category:

Staðsetning

Hljóðberg