Augnablikið – Ljósmyndasýning Þórunnar Elísabetar
20/08/2016 @ 16:00
Ljósmyndasýning Þórunnar Elísabetar í Hannesarholti 20.ágúst-23.september
TÓTA – Þórunn Elísabet hefur starfað innan leikhússins í þrjátíu ár og getið sér gott orð fyrir búningahönnun og sviðsmyndir. Þórunni Elísabetu voru veitt Grímuverðlaunin 2003 og 2007 fyrir búninga. Meðfram fjölbreyttu og krefjandi starfi í leikhúsunum hefur Þórunn Elísabet unnið að myndlist og hefur haldið einkasýningar ásamt því að taka þátt í ýmsum samsýningum.