2025-12-05T00:00:00+00:00
Hleð Viðburðir

Í notalegri aðventustemningu Hannesarholts hljóma sígildar og nýjar útsetningar á Ave Marium frá ýmsum löndum og tímum. Hér mætist hin kyrrláta fegurð trúartónlistarinnar og heit bæn um frið og von í aðdraganda jóla.

Flytjendur:

Íris Sveinsdóttir, sópran

Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir, selló

Einar Bjartur Egilsson, píanó

auk leynigesta.

Á efnisskránni eru meðal annars verk eftir Kaldalóns, Schubert, Caccini, Saint-Saëns og fleiri tónskáld sem hvert á sinn hátt hafa tjáð hina eilífu bæn Maríu.
Komdu og leyfðu þér að slaka á í jólastressinu – njóttu klukkustundar af fallegum tónum og friðsæld í hjarta Reykjavíkur.

Upplýsingar

Staðsetning

Go to Top