Barnamenningar-hátíð – sögustund
23/04/2016 @ 14:00 - 14:30
Bókverkakonan Áslaug Jónsdóttir spjallar við gesti og les úr bókum sínum fyrir börn á Barnamenningarhátíð í Hannesarholti laugardaginn 23. apríl sem er alþjóðadagur bókarinnar. Upplestrarnir fara fram kl 14 og kl 16. Áslaug Jónsdóttir hefur skrifað og myndlýst fjölmargar bækur fyrir yngstu börnin frá því að fyrsta bók hennar kom út árið 1990. Áslaug hefur skrifað leikrit fyrir börn sem sett hafa verið á svið í Þjóðleikhúsinu og nú síðast skapað upplifunarsýninguna „Skrímslin bjóða heim“ í Gerðubergi Menningarhúsi en henni lýkur 24. apríl. Sýningin byggir á vinsælum bókaflokki hennar og norrænu meðhöfundanna Kalle Güettler og Rakel Helmsdal um litla skrímslið og stóra skrímslið. Áslaug hefur unnið til fjölda viðurkenninga: m.a. tvívegis hlotið Dimmalimm,Íslensku myndskreytingaverðlaunin.
Upplýsingar
- Dagsetn:
- 23/04/2016
- Tími:
-
14:00 - 14:30
- Viðburður Category:
- Sögustund
- Tök Viðburður:
- Áslaug Jónsdóttir, barnabækur, sögustund