Hleð Viðburðir

Á fyrstu tónleikum laugardagsins höldum við í fræða- og menningarsetrið Hannesarholt á Grundarstíg 10, og hlýðum á tónlist Bartóks og Brahms í flutningi Sayaka Shoji, Amihai Grosz og Víkings Heiðars Ólafssonar.

Í tónlist Bartóks kemur allt saman. Í hljóðheimi hans mætir kraftmikil þjóðlagatónlist fágaðri tónsmíðatækni ný-barokksins, náttúruhljóð blandast hljómi kirkjutóntegundanna – og þannig má áfram telja.

Í Sónötu fyrir einleiksfiðlu (1944) kannaði tónskáldið ungverska hversu langt væri hægt að komast með fjóra strengi og boga – og í ljós kemur að möguleikarnir eru endalausir. Fyrsti þáttur er í formi chacconu, annar er þriggja radda fúga, í þeim þriðja er eins og fiðlan syngi aríu við undirleik sjálfrar sín og síðasti kaflinn er æsilegt prestó – í heildina er verkið stórbrotið. Það er svo sérstök ánægja að fá að heyra japanska fiðlusnillinginn Sayöku Shoji leika sónötuna á Stradivarius-fiðlu sína, ‘Recamier’, frá 1729.

Á seinni hluta tónleikanna, sem fram fara í Hannesarholti, heyrum við svo fyrsta víóluleikara Berlínar-fílharmóníunnar, Amihai Grosz, leika aðra stórbrotna sónötu ásamt Víkingi Heiðari Ólafssyni: Víólusónötu Brahms í f-moll, sem er meðal síðustu verkanna sem tónskáldið samdi á lífsleiðinni.

Miðasala er í Hörpu og á midi.is

Upplýsingar

Dagsetn:
14/06/2014
Tími:
15:00 - 17:00
Verð:
ISK3.500
Viðburður Category:
Vefsíða:
http://reykjavikmidsummermusic.com

Staðsetning

Hljóðberg