2025-12-06T00:00:00+00:00
Hleð Viðburðir

Blundar í þér bók?

Leikkonan Þóra Karítas Árnadóttir segir frá tilurð bókarinnar Mörk – saga mömmu.

Fyrirlesturinn er opinn öllum en ekki síst ætlaður þeim sem eru að gæla við að skrifa bók og eru í leit að innblæstri. Höfundur lýsir á heiðarlegan hátt sköpunarferlinu og deilir með áhorfendum krefjandi, óvæntu og örlagaríku ferðalagi. Mörk saga mömmu kom út hjá Forlaginu í apríl 2015 og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna 2016.

Veitingastofurnar opna kl. 18.30 fyrir þá gesti sem vilja snæða léttan kvöldverð í formi menningarplatta áður en dagskrá hefst. Menningarplatta þarf að panta fyrirfram með borðapöntun í síðasta lagi kl. 16.00 daginn fyrir.

Upplýsingar

Skipuleggjandi

Staðsetning

Go to Top