BÓKAGLEÐI MEÐ ÁRNASTOFNUN
15/03/2019 @ 17:00 - 18:00
Nýjustu bækur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum verða í brennidepli á viðburði í risloftinu, Hannesarholti föstudaginn 15. mars 2019 kl. 17.
Þórunn Sigurðardóttir og Guðrún Ingólfsdóttir segja frá Bókmenntasögu Jóns Ólafssonar úr Grunnavík. Svavar Sigmundsson fjallar um ritið Íslenskar bænir fram um 1600 sem kom út á síðasta ári. Aðgangur er ókeypis.
Veitingastofurnar eru opnar fram á kvöld og má panta borð í síma 511-1904. Einnig eru á dagskrá tónleikar rithöfundarins og tónlistarkonunnar R.Ariel kl.20. Miðasala á tix.is