BÓKAGLEÐI SÖGUFÉLAGSINS – STUND KLÁMSINS
05/04/2019 @ 17:00 - 18:00
Verðlaunaritið Stund klámsins. Klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar sem Sögufélag gefur út, verður til umfjöllunar á viðburði í risloftinu, Hannesarholti föstudaginn 5. apríl 2019 kl. 17. Þótt viðfangsefnið kunni að virðast viðkvæmt og jafnvel bannað börnum fer Kristín Svava Tómasdóttir þannig höndum um það að úr verður frábærlega læsilegt fræðirit.
Höfundurinn mun lesa úr bókinni og ræða efni hennar við Guðrúnu Elsu Bragadóttur bókmenntafræðing. Þar má búast við fjörlegum samræðum.
Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis!
Veitingahúsið í Hannesarholti er opið fyrir kvöldmat eftir bókagleðina, á undan tónleikum Reynis Haukssonar sem hefjast kl.20.30. Borðapantanir í síma 511-1904 og á hannesarholt@hannesarholt.is