Bókakaffi – Ingibjörg Hjartardóttir
17/04/2016 @ 16:00 - 17:00
Ingibjörg Hjartardóttir rithöfundur fjallar um verk sín í óformlegu spjalli í veitingastofum Hannesarholts. Eftir hana hafa komið út fjórar skáldsögur, auk fjölda leikrita bæði fyrir atvinnu- og áhugleikhús. Síðasta skáldsagan, Fjallkonan kom út nú fyrir jólin. Skáldsögurnar hafa allar verið gefnar út á þýsku. Ingibjörg mun segja frá tilurð sagna sinna, hvað þær eiga sameiginlegt, og hvernig það er velja sér það hlutverk að vera skáldkona og búa í sveit.
Viðburðurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis svo lengi sem húsrúm leyfir. Gestir geta keypt sér kaffi og dásamlegt meðlæti til að gæða sér á, á meðan á spjallinu stendur.