Hleð Viðburðir

Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur segir frá nýútkominni bók sinni Ég skapa, þess vegna er ég. Um skrif Þórbergs Þórðarsonar.

Áhugi á bókum Þórbergs Þórðarsonar hefur glæðst mikið á undanförnum árum, í kjölfar stofnunar Þórbergsseturs á Hala í Suðursveit og útgáfu bóka um ævi Þórbergs eftir Halldór Guðmundsson og Pétur Gunnarsson. Þá virðist sem skrif Þórbergs höfði sérstaklega til íslenskra rithöfunda á 21. öld og sækja jafnvel í hans smiðju; það sambland sjálfsævisögu og skáldskapar sem bækur hans einkennast af er áberandi bókmenntaform á 21. öld, bæði hérlendis sem erlendis.

Bókin byggir á margra ára rannsóknum og er yfirgripsmikil heildarútekt á höfundarverki Þórbers. Bókin samanstendur af níu köflum og mun Soffía Auður kynna efni hvers kafla og lesa brot úr hverjum þeirra.

Upplýsingar

Dagsetn:
05/12/2015
Tími:
14:00
Verð:
kr.1000
Viðburður Category:
Tök Viðburður:
,
Vefsíða:
http://midi.is/atburdir/1/9329/Bokmenntaspjall

Staðsetning

Hljóðberg