Hleð Viðburðir

Þórunn Sigurðardóttir bókmenntafræðingur segir frá nýútkominni bók sinni Heiður og huggun. Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17. öld.

 

Tækifæriskvæði eins og erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði voru mjög vinsæl á meðal hinnar menntuðu elítu í Evrópu á 17. öld. Í íslenskum handritum eru varðveitt gríðarlega mörg slík kvæði, sem fæst hafa verið prentuð, og af þeim sökum hefur lítið verið fjallað um þessar kvæðagreinar í íslenskri bókmenntasögu, sem hefur löngum stuðst að mestu við prentaðar heimildir. Í bókinni er fjallað um eðli og einkenni þessara bókmenntagreina, úr hverju þær eru sprottnar og hvert hlutverk þeirra var í samfélagi aldarinnar, félagslegt jafnt sem sálrænt. Þá eru gefin út nokkur kvæði sem aldrei hafa áður birst á prenti.

 

Upplýsingar

Dagsetn:
17/11/2015
Tími:
20:00
Verð:
kr.1000
Viðburður Category:
Tök Viðburður:
, ,
Vefsíða:
http://midi.is/atburdir/1/9290/Bokmenntaspjall

Staðsetning

Hljóðberg