Hleð Viðburðir

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars munu hjónin Gunnar Hersveinn og Friðbjörg Ingimarsdóttir kynna bókina Hugskot, skamm-,  fram- og víðsýni en markmið bókarinnar er að upplýsa lesandann um grundvallaratriði í mannlegri tilveru, eins og staðalímyndir, fordóma, jafnrétti, friðarmenningu, borgaravitund og hvernig bæta megi samfélagið.

Í ritdómi um Hugskot í Tímaritinu uppeldi og menntun (2tbl. 2016) segir „Þetta er falleg, áhugaverð, gagnleg og mikilvæg bók –kannski mikilvægasta bókin. Ef allur almenningur les þessa bók mun hamingja og farsæld aukast, borgaravitund verður sterkari og ekki síst verður lýðræðið virkara.“

Gunnar Hersveinn rithöfundur er menntaður í heimspeki og blaðamennsku og höfundur nokkurra bóka, þar á meðalmetsölubókarinnar Gæfuspor – gildin í lífinu. Friðbjörg Ingimarsdóttir framkvæmastýra hefur MA-gráðu í mennta- og menningarstjórnun og er sjálfstætt starfandi fræðimaður.

Frá kl.18.30 verður boðið uppá léttan kvöldverð í veitingastofum Hannesarholts á 1.hæð. Borðapantanir í síma 511-1904 eða á hannesarholt@hannesarholt.is