Hleð Viðburðir

Lára Óskarsdóttir les valda kafla úr bók sinni Litli garðurinn í fyrsta Bókviti ársins í Hannesarholti, laugardaginn 11.janúar kl.12. Bókin hefur verið þýdd á ensku og kemur út erlendis á næstu vikum undir heitinu Dark Sunny Day.  

Sagan fjallar um atburð sem á sér stað í sumarfríi íslenskrar fjölskyldu á Spáni og afleiðingar hans. Eftir að heim er komið yfirgefur móðirin fjölskyldu sína og atburðarás sem leiðir lesandann milli tveggja tíma heldur spennunni allt til enda. Á vegi aðalpersónanna verða litríkir karakterar sem glæða söguna kímni og dýpt.

Grípandi bók sem þú leggur ekki frá þér fyrr en þú veist hvernig hún endar. Ég naut þess virkilega að ferðast í huganum um sögusvið bókarinnar og lifa mig inn í annan veruleika. Bók fyrir sumarbústaðinn jafnt sem bókaklúbbinn.

– Sólrún Lárusdóttir, sálfræðingur

Upplýsingar

Dagsetn:
11. janúar
Tími:
12:00 - 12:30

Staðsetning

Hannesarholt
Grundarstígur 10
Reykjavík ,
+ Google Map