Hleð Viðburðir

Fimmtudaginn 6. júní kl. 20 efna þeir Ómar Guðjónsson gítarleikari og Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari til tónleika í Hannesarholti og rifja upp dúóplötu sína Bræðralag (2015). Þeir félagar hafa spilað saman í tvo áratugi, ýmist tveir einir eða í fjölmennari hljómsveitum, innanlands og utan: Flatey, Djúpavík, Moskva, Andorra, Berlín, Havana. Í samvinnu þeirra hefur músíkölsk samræða alltaf verið æðsta markmiðið, hvort sem um er að ræða sveiflu, latíntónlist eða ballöður.

Upplýsingar

Byrja:
05/06/2024 @ 20:00
Enda:
06/06/2024 @ 21:30
Viðburður Category:
Vefsíða:
https://tix.is/is/event/17552/br-ralag-omar-gu-jons-og-tomas-r-i-hannesarholti/

Staðsetning

Hannesarholt
Grundarstígur 10
Reykjavík ,
+ Google Map