Hleð Viðburðir

Hvernig leita íslenskir stjórnmálamenn í menningarlífið og menningarsöguna
til að styðja við stefnumál sín og ímynd? Hver eru tengslin milli Jónasar
Hallgrímssonar, Hannesar Hafstein, Jónasar frá Hriflu, Einars Olgeirssonar
Sigurðar Nordals og Davíðs Oddssonar? Leitað verður svara
við þessum spurningum á samræðu sem Sögufélag og Hannesarholt standa
fyrir miðvikudaginn 20. nóvember um fagurfræði íslenskrar stjórnmálabaráttu.
Sagnfræðingarnir Guðni Th. Jóhannesson, Ragnheiður Kristjánsdóttir og
Ólafur Rastrick og bókmenntafræðingurinn Jón Karl Helgason verða
málshefjendur en einnig er gert ráð fyrir virkri þátttöku gesta.
Tilefni samræðunnar eru nýútkomnar bækur þeirra Ólafs og Jóns Karls,
Háborgin – menning, fagurfræði og pólitík og Ódáinsakur: Helgifesta
þjóðardýrlinga.

Upplýsingar

Dagsetn:
20/11/2013
Tími:
20:00 - 22:00
Verð:
ISK1.000
Viðburður Category:

Skipuleggjandi

Sögufélag og Hannesarholt
Phone
511-1904
Email
hannesarholt@hannesarholt.is

Staðsetning

Hljóðberg