This event has passed.
„Britten í öll mál“
24/11/2013 @ 11:00 - 12:30
Hlín Pétursdóttir Behrens, sópran og Gerrit Schuil píanóleikari endurtaka tónleika frá föstudeginum 22.nóvember, fæðingardegi tónskáldsins Benjamins Britten og degi heilagrar Sesselíu, verndardýrlings tónlistarinnar. Tónleikarnir eru haldnir tónskáldinu til heiðurs í tilefni af hundrað ára fæðingarafmæli hans. Sunnudagstónleikarnir 24. nóvember hefjast kl 11.00. Efnisskráin endurspeglar sérstaklega hið frjóa samstarf tónskáldins við ljóðskáldið Wystan Hugh Auden m.a. með ljóðaflokkunum On this Island og Cabaret Songs.
Eftir tónleikana á sunnudag verður Borðstofan með freistandi kræsingar á boðstólum.