CENTURION MONK – Theolonius Monk heiðurstónleikar
20/08/2017 @ 20:00 - 21:30
| kr.2500“You’ve got to dig it to dig it, you dig?”
― Thelonious Monk
Söngvarinn Arnar Ingi spilar í Hannesarholti 20. ágúst n.k. af tilefni 100 ára afmælis jazzgoðsagnarinnar Thelonious Monk!
Á dagskránni verða stærstu slagarar jazztónskáldsins og píanóleikarans Theolonius Monk, í bland við lítt þekktari perlur.
Arnar Ingi Richardsson hefur undanfarin ár stundað söngnám við Konunglega Tónlistarháskólann í Stokkhólmi þaðan sem hann hyggst ljúka BA prófi næsta vor. Arnar útskrifaðist þar áður frá Tónlistarskóla FÍH 2014, úr rytmískri deild. Arnar hefur vakið athygli áheyrenda, hérlendis og erlendis, með vönduðum söng og lagavali, en hann beitir gjarnan fyrir sig eftirtektarverðri raddbeitingu, sem myndi teljast í anda Bobby McFerrin.
Nýlega sigraði Arnar Ingi söngkeppnina SMASK Stockholm og tók í framhaldi við styrk úr minningarsjóði Vilhjálms Vilhjálmssonar, dægursöngvara. 2014 hlaut Arnar Ingi ‘Nótuna’ fyrir framúrskarandi árangur á framhaldsstigi, þar hann söng lag í útsetningu Bobby McFerrin í Eldborgarsal Hörpu.
Arnar Ingi kemur fram í Hljóðbergi, tónleikasal Hannesarholts, ásamt einvalaliði tónlistarmanna, en hljómsveitin skipast svo:
Arnar Ingi – söngur
Tómas Jónsson – píanó
Sigmar Þór Matthíasson – kontrabassi
Matthías Hemstock – trommur
Ívar Guðmundsson – trompet/flugelhorn
Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 20:00 og er miðaverð 2500,-
Miðar verða seldir á midi.is. Takmarkaður miðafjöldi og því tilvalið að tryggja sér sæti sem fyrst.
FACEBOOK: https://www.facebook.com/
MIDI.IS