Hleð Viðburðir

Una Margrét Jónsdóttir, dagskrárgerðarmaður á Rás eitt, flytur erindi um íslensk kventónskáld, sem byggt er á vinsælum útvarpsþáttum hennar um efnið. Meðal tónskálda sem fjallað verður um eru Kirstín Pétursdóttir Guðjohnsen (1850-1940), Valgerður L. Briem (1885-1924), Elísabet Jónsdóttir (1869-1945), Elín Laxdal (1883-1918) og Guðmunda Nielsen (1885-1936). Flutt verða tóndæmi með fyrirlestrinum.

Borðstofan er opin fyrir og eftir viðburðinn og þar verður á boðstólum eins og vant er bæði sætt og ósætt ljúfmeti.

 

 

Upplýsingar

Dagsetn:
23/02/2014
Tími:
16:00 - 17:00
Verð:
ISK1000
Viðburður Categories:
,

Skipuleggjandi

Hannesarholt

Staðsetning

Hljóðberg