
Darlingarnir gera sér bílddælt við Bítlana.
18. maí @ 16:00 - 17:30
Á þessum tónleikum má heyra bílddælskar útsetningar á lögum Bítlanna, Bob Dylan, The Eagles, Georg Michael og fleiri. Og þar sem Bíldudalur hefur löngum tengst Miðjarðarhafinu rómantískum böndum má einnig heyra ítalska og spænska söngva sem fjalla ekki lengur um Napólí né Granada heldur eldheitar ástir vestur á fjörðum. Eins fjallar Hótel California ekki lengur um mann sem kemst ekki úr viðjum ólyfja heldur um veðurtefta verbúðarmey sem kemst ekki heim til Ástralíu. Það er bílddælska hljómsveitin Darlingarnir sem flytur lögin en sérstakur gestasöngvari verður Fjallabróðirinn og stórsöngvarinn Gísli Ægir Vegamótaprins. Pétur Valgarð sér um útsetningar og Jón Sigurður snaraði lagatextum yfir á bílddælsku.
Miðaverð: 5.000 kr.