Hleð Viðburðir

Afrískur andi svífur yfir vötnum í Hannesarholti laugardagskvöldið 12.júní þar sem Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona þeytir skífum í Hljóðbergi frá kl.18-22 og mun tónlistin hljóma um allt hús. Afríka er viðfangsefnið bæði í tónlist og mat. Afríkönsk matarveisla, 6 rétta, úr smiðju Alex Jallow , stofnanda Ogolúgo, í samstarfi við kokka Hannesarholts, verður borin fram á fyrstu og annarri hæð hússins. Tónlistarferðalag um Afríku með alþjóðlegu ívafi hefst á rólegri og alvarlegri nótum kl.18 í Hljóðbergi, en takturinn og fjörið færist í leikinn kl.20. Gestir geta dansað við taktfasta tónlistina eða setið og rabbað saman. Matur er borinn fram á milli 18 og 19:30.

Aðeins er hægt að kaupa miða á Björk dj sett og Afríkanska veislu á tix.is