Dúótónleikar Sara Su Jones og Tatyana Stepanova
13/10/2023 @ 19:30 - 20:30
Fiðluleikarinn Sara Su Jones og píanistinn Tatyana Stepanova bjóða til dúótónleika í Hannesarholti 13.október 2023 kl.19.30 í tilefni af sýningu Hans Jóhannsonar á afrakstri fjögurra áratuga fiðlusmíði. Einstök tóngæði fiðlunnar sem hann smíðaði fyrir Sara Su 2017 mun njóta sín vel í Hljóðbergi Hannesarholts, sem er rómað fyrir góðan hljómburð og nándina sem skapast milli flytjenda og áhorfenda. Enginn aðgangseyrir er á tónleikana, sem hefjast með stuttu spjalli fiðlusmiðsins um fiðluna sem hann smíðaði fyrir Sara Su. Allir velkomnir.
Sara Su og Tatyana hafa starfað saman síðastliðin fimmtán ár og leikið víðs vegar um Bandaríkin. Sara Su kemur frá Bandaríkjunum, en Tatyana er af Úkrainskum uppruna. Efnisskrá þeirra telur gjarnan lítt þekkt en einstök verk.
Sara Su Jones hefur verið nefnd sem „fiðluleikari með öfundsverða hæfileika“ af gagnrýnanda Chicago Sun-Times. Hún hefur haldið tónleika í London, Lissabon og Reykjavík, auk Chicago sem er heimaborg hennar. Sara Su lauk gráðum í hagfræði og lögum frá Harvard háskóla, þar sem hún var aðstoðartónlistarstjóri sinfóníunnar. Hún starfaði sem diplómatalærlingur, ráðgjafi í stjórnun og lögfræðingur áður en hún stofnaði eigið fyrirtæki í menntageiranum. Sara Su leikur á fiðlu sem Hans Jóhannsson smíðaði fyrir hana árið 2017.
Tatyana Stepanova er eftirtektarverð tónlistarkona og kennari, lýst sem sannfærandi píanista af Chicago Tribune. Kiev er heimabær hennar og hún lauk námi frá Tchaiovsky og Rimsky-Korsakov ríkisháskólunum í Kiev og Sankti Pétursborg. Hún hefur leikið með félögum úr Sinfóníuhljómsveit Chicago og Lýrisku Óperu Chicago Hljómsveitarinnar. Tatyana kennir ungum listamönnum í Midwest og hefur verið meðleikari í Northwestern University. Hún er eftirsóttur kennari og kammertónlistarleiðbeinandi. Nemendur hennar og kammerhópar hafa unnið til verðlauna í tónlistarkeppnum víða um Bandaríkin.
Efnisskrá:
Brahms: FAE Scherzo
Clara Schumann: Three Romances
Marguerite Canal: Sonata
Gwyneth Walker: Fantasy Etudes
Grigoras Dinicu: Hora Staccato