2025-12-08T00:00:00+00:00
Hleð Viðburðir

ÞVÍ MIÐUR FRESTAST ÞESSIR TÓNLEIKAR UM ÓÁKVEÐINN TÍMA VEGNA VERKFALLS FLUGVIRKJA.

 

Ástralski sellóleikarinn Anthony Albrecht heldur einleikstónleika í Hljóðbergi Hannesarholts 19. desember n.k. Á efnisskrá eru einleiksverk fyrir selló eftir Johann Sebastian Bach.

Anthony Albrecht kemur til landsins með stjörnum prýddan feril; nýlega útskrifaðist hann úr Juiliard tónlistarskólanum með hæstu einkunn og hefur Albrecht numið þar undir handleiðslu færustu tónlistarkennara heims.

Hljóðberg opnar kl. 19:30 en opið verður í Veitingastofum Hannesarholts fyrir viðburð, þar sem bornir verða fram súpa og léttir grænmetisréttir.

Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 20:00

Upplýsingar

Skipuleggjandi

Staðsetning

Go to Top