„Hvernig heilsast þjóðinni?“ Fæðingar fyrr og nú
12/11/2013 @ 20:00 - 22:00
| ISK1000Heilbrigðiserindi í samfélagslegu samhengi í umsjón Arnórs Víkingssonar læknis, sem fær til liðs við sig ýmsa sérfræðinga.
Meðganga og fæðing er stór atburður í lífi hverrar konu og fjölskyldu hennar. Hjá verðandi móður kvikna áður óþekktar tilfinningar með eftirvæntingu í bland við ótta og heitri ósk um að allt fari nú vel. En ýmsar hættur leynast á leiðinni, bæði fyrir móður og barn, og þannig finnast í Íslandssögunni alltof margar frásagnir af barnshafandi konum sem fengu dapurlegan endi.
Staða þungaðra kvenna á Íslandi í dag er gjörólík og óhætt er að fullyrða að ótrúlegur árangur hefur náðst í að lækka burðarmálsdauða og mæðradauða.
Í þessu erindi mun Hildur Harðardóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir ræða um þær breytingar sem orðið hafa á stöðu verðandi mæðra og barna þeirra, og um skipulag fæðingarþjónustunnar á Íslandi.