Farfuglatónleikar Hannesarholts: kl. 18.00 – Jóna G. Kolbrúnardóttir
30/12/2017 @ 18:00
| kr.2500Farfuglatónleikar Hannesarholts
30. desember kl. 12.00 – 22.00
Fjórðu tónleikar dagsins eru tónleikar söngkonunnar Jónu G. Kolbrúnardóttur.
Jóna G. Kolbrúnardóttir er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún var ung að árum þegar hún hóf að syngja og hefur sungið í ýmsum kórum bæði sem meðlimur og einsöngvari. Hún lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 2014 undir leiðsögn Hörpu Harðardóttur. Haustið 2014 hélt hún í framhaldsnám til Vínarborgar þar sem hún stundar söngnám við Tónlistarháskólann undir leiðsögn Univ. Prof. Gabriele Lechner. Jóna hefur tekið þátt í ýmsum meistaranámskeiðum m.a. hjá Anne Sofie von Otter og Christine Schäfer. Haustið 2016 tók hún þátt í uppsetningu á óperunni Die Kluge eftir Carl Orff þar sem hún söng titilhlutverkið. Jóna kom fram sem einsöngvari með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikunum Ungir einleikarar í janúar síðast liðinn. Hún hefur síðustu tvö sumur komið fram á tónleikum í tónleikaröðinni Pearls of Icelandic Songs í Hörpu. Hún söng bakraddir inn á Biophilia plötu Bjarkar Guðmundsdóttur og tók svo þátt í þriggja ára tónleikareisu sem fylgdi á eftir plötunni.
Með henni leikur Bjarni Frímann á píanó.