2025-12-09T00:00:00+00:00
Hleð Viðburðir

Höskuldur Þráinsson: Hvað getum við lært um íslensku af Vestur-Íslendingum?

Eitt af því sem málfræðingar velta fyrir sér er það hvaða áhrif menningarlegir og félagslegir þættir hafa á þróun tungumála. Félagsleg og menningarleg staða íslensku í Vesturheimi hefur auð­vitað verið allt önnur en staða íslensku hér heima. Þess vegna er áhugavert að bera þróun vesturíslensku saman við þróun heima­íslensku. Ef þróunin er mjög ólík má ætla að þar hafi menningar­legir og félagslegir þættir haft áhrif. Ef hún er mjög lík bendir það til þess að aðrir þættir hafi skipt máli, t.d. eitthvað í málkerfinu sjálfu. Í erindinu verður sagt frá nokkrum niðurstöðum úr rann­sókna­verkefninu „Mál, málbreytingar og menningarleg sjálfs­mynd“ sem Höskuldur Þráinsson og Birna Arnbjörnsdóttir hafa stýrt undanfarin misseri og tekin dæmi af breytingum á vestur­íslensku og heimaíslensku sem hafa í sumum tilvikum verið sam­stíga en í öðrum tilvikum ekki.

Höskuldur er doktor í málvísindum frá Harvard­háskóla (1979) og prófessor í íslensku nútímamáli við Há­skóla Íslands frá 1980.

Allir eru velkomnir á rannsóknarkvöld FÍF, frítt inn.

Upplýsingar

Skipuleggjandi

Staðsetning

Go to Top