

Ferðaminningar – Norðurstrandir – Vestfirðir: Vatnslitamyndir eftir Elínborgu Jóhannesdóttur Ostermann
27. maí @ 15:00 - 17:00
Í ágúst 2020 og 2023 ferðaðist Elínborg um Norðurstrandir og Vestfirði.
Eitt erindi ferðarinnar var að heimsækja og kynnast heimaslóðum presthjónanna í Árnesi, Sveins Guðmundssonar og Ingibjargar Jónasdóttur. Þau bjuggu þar við góðan hag frá 1915 til 1937. Þau voru langafi og langamma Elínborgar.
Í sömu ferðum fór Elínborg víða um Vestfirði og kom m.a. við á Þingeyri, þar sem hún hafði dvalið eitt sumar sem barn.
Töfrar Vestfjarða, sérstaklega Norðurstranda, og dvöl á Djúpavík, eru rótin að þessari vatnslitasýningu. Góðar ferðaminningar festar á blað í formi vatnslitamálverka
Elínborg er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún lauk doktorsgráðu í lífefnafræði frá Háskólanum í Vín árið 1984. Eftir það vann hún við raunvísindastörf á sviði þróunar krabbameinslyfja.
Hún sótti seinna listnám við Kunstfabrik Wien 2018 – 2022 með áherslu á fígúrtífa og abstrakt málun. Hún hefur í gegnum árin auk þess sótt námskeið hjá þekktum listamönnum m.a. Joseph Zbukvic, Eudes Correia, Lena Amstrand, Matthias Kroth og fleirum. Í dag hefur hún alfarið snúið sér að myndlistinni og málar mest abstraktverk, en vatnslitir eiga þó sérstakan sess í hjarta hennar og grípur hún gjarnan til þeirra til að fanga fallegar ferðaminningar.
Elínborg hefur haldið einkasýningar á Íslandi, Beijing, Luxemburg og í Vínarborg og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Hún er meðlimur í Vatnslitafélagi Íslands, Nordiska Akvarellsällskabet og SÍM.
Hún rekur gallerí hjarta Vínarborgar í samstarfi við tvær aðrar listakonur og Gallerí Fold.
Sýningin er sölusýning og stendur yfir til 14. júní.
Insta: elinborg_art
Insta: art.passage.spittelberg
www.artpassagespittelberg.com