Fiskiveisla Hannesarholts og Flóru veisluþjónustu
3. febrúar @ 18:30 - 20:30
Matreiðslumeistararnir og eigendur Flóru veisluþjónustu, þeir
Sigurjón Bragi Geirsson og Sindri Guðbrandur Sigurðsson eru mjög færir í sínu fagi og hafa unnið til fjölmargra verðlauna. Þeir töfra fram margrétta fiskiveislu í Hannesarholti laugardaginn 3.febrúar 2024 kl.18.30.
MATSEÐILL
Marinerið hörpuskel með tapioca perlum og epla-dill vinargrette.
Léttgrafin lúða með kryddjurtakremi, radísum, rauðlauk, confit- elduðum tómötum og kryddjurtum.
Kremuð Humarsúpa með cappuccino froðu, lakkrís og kaffi olíu.
Grillaður skötuselur með kartöflumús og confit eldaðri kartöflu, fylltur sveppur með lauksultu, brokkolíni og kampavínssósu.
Pistasíukaka með sítrónukremi, pistasíupralín og pistasíuís.
Hannesarholts merkið