Hleð Viðburðir

Katrín Axelsdóttir: „Sögur af orðum“

Rannsóknarkvöld Félags íslenskra fræða

Á fyrsta rannsóknarkvöldi Félags íslenskra fræða á þessu haustmisseri segir Katrín Axelsdóttir frá bók sinni Sögur af orðum sem kom út á síðasta ári. Hún fjallar um beygingarþróun nokkurra fallorða sem eiga það sameiginlegt að hafa tekið miklum breytingum frá elsta skeiði. Athugunarefnin eru þessi:

Fornafnið hvorgi (nú hvorugur)
Fornafnið sjá (nú þessi)
Fornafnið einnhverr (nú einhver)
Fornöfnin hvortveggi og hvor tveggja
Fornöfnin okkar(r), ykkar(r) og yð(v)ar(r)
Lýsingarorðið eigin(n)

Á grundvelli allmikils efniviðar er reynt að rekja beygingarþróunina og skýra. Í eftirmála er athygli beint að því sem er líkt (og um leið því sem er ólíkt) í beygingarþróun orðanna. Þar er litið á atriði eins og gerðir áhrifsbreytinga, stefnu breytinga, hugsanleg erlend áhrif, tíma, tíðni og mállýskumun.

Í erindinu verður sagt frá tilurð bókarinnar og byggingu, markmiðum, verklagi, sjónarhornum og ýmsum niðurstöðum.

Katrín Axelsdóttir er doktor í íslenskri málfræði og aðjúnkt við Háskóla Íslands.

Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

 

Upplýsingar

Dagsetn:
30/09/2015
Tími:
20:00
Viðburður Category:
Tök Viðburður:

Skipuleggjandi

Félag íslenskra fræða

Staðsetning

Hljóðberg