2025-12-06T00:00:00+00:00
Hleð Viðburðir
Guðmundur Andri Thorsson og Halldór Guðmundsson munu spjalla um nýútkomnar bækur sínar, ævisöguleg skrif og hvaðeina sem kann að bera á góma. Báðir gefa þeir út bækur fyrir þessi jól sem fjalla um fólk sem þeir þekkja vel. Bók Halldórs, Mamúska, fjallar um vináttu höfundar og Mamúsku sem hann kynntist á reglulegum ferðum sínum til Frankfurt. Guðmundur Andri hefur skrifað bókina Og svo tjöllum við okkur í rallið, minningar og hugrenningar um föður hans, Thor Vilhjálmsson, sem hefði orðið níræður á þessu ári.
Veitingastofurnar opna kl. 18.30 fyrir þá gesti sem vilja snæða léttan kvöldverð í formi menningarplatta áður en dagskrá hefst. Nánari upplýsingar um borðapantanir hér

Upplýsingar

Skipuleggjandi

Staðsetning

Go to Top