

French Connection
12. apríl @ 08:00 - 17:00
FRENCH CONNECTION
Aurore Pélier Cady Söngkóna
Nico Moreaux á Kontrabassa
Kjartan Valdemarsson á Píanó
Olivier Manoury á Bandoneon, Accordina
Aurore Pélier Cady Söngkóna
Nico Moreaux á Kontrabassa
Kjartan Valdemarsson á Píanó
Olivier Manoury á Bandoneon, Accordina
Margir Íslendingar tala frönsku. Franska hefur verið kennd í menntaskólum um langt skeið, og margir íslenskir nemendur fara til Frakklands til að læra tónlist, listir og bókmenntir. Lítill hópur Frakka býr á Íslandi. Þeir koma hingað heillaðir af fjöllunum, fuglunum, hestunum, ástinni og einangruninni. Í farteskinu koma þau með þekkingu sína, matargerð og tónlist. Þrír slíkir frakkar og Kjartan Valdemarsson verða með tónleika 12. apríl í Hannesarholti.
Nico er virtur djasskontrabassaleikari í Frakklandi, sem hefur spilað og tekið upp með mörgum hljómsveitum og sínar eigin tónsmíðar. Tengsl hans við Ísland hófust árið 2009 þegar hann heimsótti vin sinn og kynntist píanistanum Agnari Má Magnússyni, sem hann hefur unnið með í gegnum árin.
Aurore Pélier Cady er frá Frakklandi og rekur sætabrauðsbakaríið Sweet Aurora Reykjavík. Bakari að degi til, söngkona að nóttu til – hún sameinar ástríður sínar í verkefninu Sugar Shake Sessions ásamt Nicolas Moreaux. Tónlistarferill hennar á rætur sínar í djassi, en hún er óhrædd við að syngja soul- og þjóðlagatónlist. Rödd hennar er hlý, mjúk og sálarrík – eins og hlýtt teppi.
Olivier Manoury deilir lífi sínu milli Parísar og Reykjavíkur. Hann fæddist í Tulle í Frakklandi og lærði ensku og bókmenntir við Sorbonne-háskóla, þaðan sem hann lauk meistaraprófi í nútímabókmenntum. Samhliða háskólanámi stundaði hann nám í Listaháskóla Parísar, þar sem hann lagði stund á málaralist.Hann hefur haldið tónleika og tekið þátt í listahátíðum með hljómsveitum, söngvurum og tangódönsurum víðsvegar um heim. Auk þess að semja og útsetja tónlist, hefur Olivier samið fyrir kvikmyndir, leikhús og ballett. Hann stofnaði Le Grand Tango, ásamt eiginkonu sinni, Eddu Erlendsdóttur, og fjölda íslenskra tónlistarmanna á borð við Auði Aðalsteinsdóttur, Bryndísi Höllu Gylfadóttur, Helgu Þórarinsdóttur og Richard Korn. Einnig hefur hann unnið með Agli Ólafssyni að plötu með tangólögum sungnum á íslensku og tónsmíð fyrir barnakór sem var flutt á Barnamenningarhátíð í Hörpu.
Olivier og Kjartan Valdemarsson hafa spilað saman síðan á tíunda áratugnum. Kjartan Valdemarsson stundaði nám við Berklee College of Music. Hann kennir við Tónlistarskóla FÍH og starfar einnig sem píanóleikari við Listdansskóla Íslands og fyrir Íslenska dansflokkinn. Kjartan hefur leikið með flestum íslenskum djasshljómsveitum en einnig í poppi, til að mynda með hljómsveitinni Todmobile. Hann er eftirsóttur útsetjari og hefur unnið útsetningar fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og Stórsveit Reykjavíkur. Kjartan hefur samið tónlist fyrir sjónvarp, m.a. fyrir Spaugstofuna og Áramótaskaupið.
Olivier og Kjartan Valdemarsson hafa spilað saman síðan á tíunda áratugnum. Kjartan Valdemarsson stundaði nám við Berklee College of Music. Hann kennir við Tónlistarskóla FÍH og starfar einnig sem píanóleikari við Listdansskóla Íslands og fyrir Íslenska dansflokkinn. Kjartan hefur leikið með flestum íslenskum djasshljómsveitum en einnig í poppi, til að mynda með hljómsveitinni Todmobile. Hann er eftirsóttur útsetjari og hefur unnið útsetningar fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og Stórsveit Reykjavíkur. Kjartan hefur samið tónlist fyrir sjónvarp, m.a. fyrir Spaugstofuna og Áramótaskaupið.