Frönsk saxófóntónlist
09/11/2014 @ 16:00 - 18:00
| ISK2.000Flytjendur: Guido Bäumer alt-saxófónn og Aladár Rácz píanó
Efnisskrá:
Fernande Decrück (1896-1954):
8 pieces Francaises (1948)
Eugéne Bozza (1905-1991):
1. Scaramouche (1944)
2. Pulcinella (1944)
Claude Pascal (f. 1921):
Sónatína (1947)
Stutt hlé
Darius Milhaud (1892-1974):
Scaramouche (1937)
Paule Maurice (1910-1967):
Tableaux de Provence (1955)
Lífshlaup flytjenda:
Aladár Rácz píanó
er fæddur í Rúmeníu árið 1967. Hann stundaði fyrst nám í
píanóleik við Georges Enescu tónlistarskólann í Búkarest en síðan
framhaldsnám við Tónlistarháskólana í Búkarest og Búdapest. Einnig hefur
Aladár tekið þátt í mörgum námskeiðum í Evrópu og haldið
masterclassnámskeið fyrir píanónemendur. Hann hefur leikið á tónleikum
víðsvegar um heiminn, leikið inn á geisladiska og unnið til verðlauna fyrir
píanóleik í alþjóðakeppnum, m.a. á Spáni, Ítalíu og í Tékklandi. Á árunum
1999-2013 starfaði Aladár sem tónlistarkennari við Tónlistarskóla Húsavíkur,
lék með ýmsum kórum og söngvurum á Norður- og Austurlandi (s.s.
Leikhúskórnum á Akureyri og Kammerkór Austurlands). Hann var einnig um tíma meðleikari framhaldsnemenda við Tónlistarskólann á Akureyri. Aladár hefur leikið einleik í Salnum í Kópavogi og með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í píanókonsert nr.1 eftir Ludwig van Beethoven. Fyrir nokkrum árum lék Aladár Goldberg-tilbrigðin eftir J.S. Bach á tónleikum vítt og breytt um landið (m.a. í Salnum í Kópavogi) og fékk mikið lof fyrir leik sinn. Aladár hefur verið búsettur í Reykjavík frá sumri 2013 og kennir við Tónlistarskólann Do Re Mi og er meðleikari í Söngskóla Sigurðar Demetz. Á þessu starfsári Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands mun Aladár leika einleik með hljómsveitinni í píanókonserti nr.1 eftir Johannes Brahms.
Guido Bäumer saxófónn
er frá Norður-Þýskalandi og bjó á Dalvík frá árinu 2000 til vors 2005 en hefur síðan
verið búsettur í Hafnarfirði. Hann stundaði tónlistarnám í Bremen í Þýskalandi þar sem hann lauk kennaraprófum á bæði saxófón og þverflautu.
Framhaldsnám stundaði Guido við Tónlistarháskólann í Basel í Sviss þar sem
hann lauk einleikaraprófi með hæstu einkunn og við Bowling Green State
University í Ohio í Bandaríkjunum þar sem hann lauk “Artist Certificate”. Í
Sviss kenndi Guido m.a. við Tónlistarskólann í Luzern og lék á
barítón-saxófón í saxófónkvartettinum “mit links”. Á Íslandi hefur Guido
m.a. leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Caput-hópnum, Kammersveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands (einnig einleik í saxófónkonsert eftir J. Ibert) og haldið spunatónleika með tölvubreyttum hljóðum. Þá hefur Guido frumflutt verk eftir íslensk tónskáld. Guido kennir við skólahljómsveitir á höfuðborgarsvæðinu og við Tónlistarskólann í Kópavogi. Hann er einnig barítón-saxófónleikari Íslenska saxófónkvartettsins. Guido og Aladár hafa starfað saman frá árinu 2001.