Hleð Viðburðir

Mæting laugardag 6. des. kl. 13:30 fyrir framan tugthúsið á Skólavörðustígnum. Göngustjóri dr. Auður Styrkársdóttir forstöðumaður Kvennasögusafns Íslands.

Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir 1827 – 1903 var skipuð embættisljósmóðir í Reykjavík 1864 og sá um verklega kennslu ljósmóðurnema á heimili sínu. Hún var einn aðalhvatamaðurinn að stofnun Hins íslenska kvenfélags 1894, en það félag var mikilvirkt í því að safna fé til stofnunar Háskóla Íslands. Á heimili hennar við Skólavörðustíginn var næstum óslitinn þjóðfundur um landsins gagn og þar tók hún ríkan þátt í að brýna gesti sína til allra góðra verka sem til framfara horfðu.

Að lokinni göngu verður farið í Hannesarholt og þar mun Auður halda áfram að fræða okkur um Þorbjörgu, samtíma hennar og samtíðarmenn.
Kaffi og meðlæti í Hannesarholti kostar 1.000 kr. Greiðist á staðnum.
Þeir sem ekki treysta sér í gönguna geta komið í Hannesarholt u.þ.b. kl. 14:30. Skráning í síma 666-7810 eða asdisskula@internet.is. Einnig er hægt að skrá sig í Hæðargarði 411-2790.
Skráningu lýkur á hádegi 5. desember.

Allir velkomnir!

U3A Reykajvík

Upplýsingar

Dagsetn:
06/12/2014
Tími:
13:30 - 15:30
Verð:
ISK1.000
Viðburður Category:
Vefsíða:
http://u3a.is

Skipuleggjandi

Ásdís Skúladóttir

Staðsetning

Hjóðberg
Grundarstíg 10
Reykjavik, Reykjavík 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904
View Staðsetning Website