Gengið með Guðjóni um Þingholtin
15/06/2014 @ 11:00 - 12:30
| ISK2000Guðjón Friðriksson hefur gengið með gesti um Þingholtin á vegum Hannesarholts einu sinni í mánuði undanfarið og er þetta fjórða gönguferðin. Að þessu sinni verður athyglinni beint að svæðinu umhverfis Tjörnina. Ferðirnar byrja í Hannesarholti á Grundarstíg 10 kl. 11:00 og enda í Hljóðbergi við Skálholtsstíg, þar sem sýnd verður stutt heimildamynd um Hannes Hafstein og uppvaxtarár borgarinnar. Auk þess er boðið upp á skoðunarferð um húsið fyrir þá sem það vilja. Gönguferðin tekur um eina og hálfa klukkustund. Fáir eru betur að sér en Guðjón um húsin og fólkið í gömlu Reykjavík og víst er að menn fara fróðari af hans fundi. Hann skrifaði m.a ævisögu Hannesar Hafstein Ég elska þig stormur sem út kom árið 2005.
Veitingahúsið Borðstofan á 1.hæð hússins verður opin og er þar ýmislegt ljúfmeti í boði, bæði sætt og ósætt. Við bendum á að kaupa má miða á midi.is en einnig má panta miða með því að hringja í s. 511 1904. Takmarkaður fjöldi.