This event has passed.
Listaspjall – Eggert Pétursson og Guðni Tómasson
21/10/2014 @ 20:00 - 21:15
| ISK1.000Síðastliðinn vetur bauð Hannesarholt uppá kvöldstundir þar sem skyggnst var á bak við tjöldin í lífi og list starfandi listamanna. Guðni Tómasson fær Eggert Pétursson listmálara í spjall yfir kaffibolla í tilefni af því að nú hangir uppi í Hljóðbergi nýtt verk eftir Eggert, sem hann vann sérstaklega fyrir Hannesarholt. Verkið er innblásið af ljóðinu Fjalldrapi eftir Hannes Hafstein, eða öllu heldur í samtali við það ljóð. Reyndar eru myndirnar tvær og er sú minni nokkurs konar fylgihnöttur þeirrar stærri. Eggert hélt skemmtilega ræðu við afhjúpun Fjalldrapans þann 6.september og verður fróðlegt að heyra meira um hugarheim listamannsins og uppsprettu verka hans.