„GULMAÐRA“ SELLÓTÓNLEIKAR Í STREYMI – ÓLÖF SIGURSVEINS OG EINAR BJARTUR
11/10/2020 @ 12:00 - 12:30
Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari og Einar Bjartur Egilsson píanóleikari skapa saman litríka stund í Hannesarholti þar sem leikin er sérlega falleg og skemmtileg tónlist. Ólöf og Einar hafa gaman að því að spila saman í Hljóðbergi og án efa mun sellótónninn ,,gefa tón dagsins“ í þessum fallega sal. Flutt verður gullfallegt lag eftir Einar Bjart Egilsson fyrir píanó og selló og tónverk eftir: Vivaldi, Liszt, Beethoven og Saint-Saens. Tónleikarnir standa í hálftíma og henta fyrir alla aldurshópa. Streymt er í beinu streymi af fésbókarsíðu Hannesarholts.