HÁFLEYGA-HRAÐSKREIÐA og frúin í Hamborg – Spunaferðalag á Barnamenningarhátíð
30/04/2017 @ 14:00
HÁFLEYGA-HRAÐSKREIÐA og frúin í Hamborg
Spunaferðalag um heima og geima á Barnamenningarhátíð
Háfleyga-Hraðskreiða er ævintýralegt faratæki sem ferðast um allan heim, kafar í höfin og svífur um geiminn og lendir nú í Hannesarholti til að taka börnin með í ferðalag, með Þórdísi Lilju Samsonardóttur við stýrið. Háfleyga Hraðskreiða og frúin í Hamborg er bók eftir Svandísi Guðrún Ívarsdóttur sem hún skrifaði sérstaklega til að dreifa huga veikra barna. Þegar Svandís var sjálf barn veiktist hún alvarlega og síðar veiktist hennar eigin dóttir og lá á sjúkrahúsi. Þannig varð sagan til af hinu ævintýralega farartæki Háfleyga-Hraðskreiða og Frúnni í Hamborg. Svandís gaf bókina út á í eingöngu 200 eintökum og gaf börnum sem lágu á Barnaspítala Hringsins. Börnin stíga um borð í Hannesarholti og spinna saman ævintýralegt ferðalag um heima og geima með Þórdísi Lilju. Aðgangur ókeypis.
Upplýsingar
- Dagsetn:
- 30/04/2017
- Tími:
-
14:00
- Viðburður Category:
- Barnamenningarhátíð