Hleð Viðburðir

Guðrún Ásmundsdóttir, Alexandra Chernishova og Olga Ermakova bjóða uppá dagskrá til styrktar Hannesarholti sunnudagskvöldið 31. mars kl.20 um Halldór Laxness og tengsl hans við rússneska menningu.

Guðrún Ásmundsdóttir – sögumaður og höfundur

Alexandra Chernyshova – sópran söngkona

Olga Ermakova – píanóleikari

Í dagskrá Guðrúnar Ásmundsdóttir „Skáldið og Rússneskar perlur“ verður fjallað um Halldór Laxness sem einn af stofnendum MÍR. Alexandra Chernyshova sópransöngkona og Olga Ermakova píanóleikari flytja Rússneskar perlur eftir Sergei Rachmaninov, Pjotr Tchaikovskiy og Aleksandr Aljabiev. Olga kemur sérstaklega frá Pétursborg á vegum tónlistarmenningarbrúar Íslands-Rússlands “Russian Souvenir” vegna þessarrar dagskrár, sem haldin er á Gljúfrasteini og í Hannesarholti.

Það er aldrei að vita nema leynigestur mæti á svæðið líka.

Efnisskrá:

– Pjotr Tchaikovskiy “Vögguvísa”

– Pjotr Tchaikovskiy “Allt fyrir þig”

– Sergei Rachmaninov “Dísarunni”

– Sergei Rachmaninov “ Vocalise”

– Aleksandr Vlasov “Til gosbúna í Bahchisaray kastala”

– Dmitry Shostakovich “Vals”

Hannesarholt kann listakonunum hjartans þakkir fyrir örlætið.

Veitingastaðurinn verður opinn fyrir kvöldmat á undan tónleikunum. Borðapantanir í síma 511-1904 og á hannesarholt@hannesarholt.is

Upplýsingar

Dagsetn:
31/03/2019
Tími:
20:00 - 21:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Grundarstígur 10
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904