Hleð Viðburðir

Hystería á sér langa sögu. Forn-Grikkir trúðu því að móðurlífið eða“hyster“ væri lifandi dýr sem ætti sök á fjölmörgum kvillum kvenna. Á 19. öldinni var það algeng skoðun að hysteríu mætti rekja til tilfinningalegs ójafnvægis, einkum hjá ógiftum konum og ekkjum. Um og eftir miðja 20. öldina þótti það slæmt að greinast með hysteríu því hún hafði á sér stimpil ímyndunarveiki. Orðið hystería hvarf formlega úr greiningarkóðum læknisfræðinnar um 1980 en hvað varð þá um fólkið og vandamál þess? Hvarf hysterían ?

Í heilsuspjalli í Hannesarholti þriðjudaginn 12. apríl kl 20 munu Finnbogi Jakobsson taugalæknir og Þóra Andrésdóttir sjúkraþjálfari veita okkur áhugaverða og afar myndræna innsýn í þann sjúkdómsheim sem áður var kenndur við hysteríu en er í dag flokkaður undir heitinu starfræn einkenni frá taugakerfinu.  Það mun eflaust koma mörgum skemmtilega á óvart hvað skilningur okkar á eðli þessa algenga vanda og leiðir til úrlausnar hafa þróast á síðustu árum.

Veitingastofur opna kl. 18.30 og gestir geta gætt sér á léttum kvöldverði áður en erindið hefst.

Bóka þarf borð fyrirfram í síma 511 1904 eða á hannesarholt@hannesarholt.is

Skipuleggjandi

Hannesarholt

Staðsetning

Hljóðberg