Hleð Viðburðir

Við kynþroska hefst frjósemisskeið kvenna og uppfrá því geta konur búist við að fá blæðingar að meðaltali á 28 daga fresti. Blæðingunum fylgir gjarnan ýmis konar vanlíðan, ekki síst verkir. Í ljósi þess að meðal nútímakonan fer yfir ævina um 420 sinnum á  blæðingar, eða sem samsvarar um 1500 dögum, er merkilega lítil almenn umræða um tíðir og tíðaverki. Staðreyndin er sú að á tímum upplýsingasamfélagsins eru tíðir ennþá furðu mikið tabú!

Í Heilsuspjalli Hannesarholts þriðjudaginn 15. nóvember kl 20   munu Sigrún Arnardóttir kvensjúkdómalæknir og Arnór Víkingsson verkjasérfræðingur lyfta lokinu af þessu umræðuefni. Sigríður fjallar um læknisfræðilegan skilning okkar á tíðum og ræðir hvort og hvenær sé ástæða til að grípa inn í þetta náttúrulega ferli vegna verkja og annarrar vanlíðunar. Arnór  veltir  fyrir sér tilgangi tíða og tíðaverkja í þróunarlegu samhengi: Getur það verið að tíðaverkir hafi jákvæðan tilgang? Hvaða hlutverki gegnir tunglið á himninum og eplaát Evu formóður okkar í þessu sambandi?

Upplýsingar

Dagsetn:
15/11/2016
Tími:
20:00
Verð:
kr.1000
Viðburður Category:

Skipuleggjandi

Hannesarholt

Staðsetning

Hjóðberg
Grundarstíg 10
Reykjavik, Reykjavík 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904
View Staðsetning Website