Heilsuspjall – Valdafíkn
13/03/2017 @ 20:00
| kr.1500„Valdavíma, valdafíkn, valdhroki“
Maðurinn er samfélagsvera og hefur á tugþúsundum ára þróað með sér flókna samfélagslega hugsun og tengsl. Samlíðanin birtist m.a. í hjálpræði og samtakamætti sem í dag er ein meginstoð þeirra lífsgæða og frelsis sem við njótum, mörg hver. En öll þróun hefur sínar dökku hliðar. Mörg eru dæmin um leiðtoga fyrri tíma sem afvegaleiddust og ollu samfélaginu meiri skaða en gagn. Völd geta nefnilega verið vandmeðfarin. Sú hætta er fyrir hendi að völd verði vímugjafi, breyti hegðun manna, og að löng seta á valdastóli leiði til valdafíknar og meðfylgjandi spillingar.
Í Heilsuspjalli Hannesarholts mánudaginn 13. mars kl 20 ræðir læknirinn Torfi Magnússon um þetta áhugaverða fyrirbæri, valdafíkn, sem eins og önnur fíkn getur átt sér líffræðilegar forsendur. Með vísun til bókmenntanna mun rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson minna okkur á að umræðuefnið hefur löngum verið hugleikið ýmsum ritsnillingum sögunnar.
Léttur kvöldverður á sanngjörnu verði í boði frá kl. 18:30. Borðapantanir í s.511 1904 eða hannesarholt@hannesarholt.is